top of page

Um okkur

Herferðagreining er fyrirtæki sem aðstoðar smásölur og heildsölur við að hámarka nýtingu markaðsfjár sem tengist söluherferðum í verslunum.  Með hugbúnaði okkar geta snjallir vörumerkjastjórar / markaðsfólk fengið fullkomna yfirsýn yfir allar sínar herferðir, sett sér markmið, reiknað út arðsemi og skoðað útlit herferða í rauntíma.  Markmið okkar er að bæta starf vörumerkjastjóra og hámarka árangur af þeim hundruða herferða sem eru framkvæmdar í íslenskum verslunum á hverju ári. 

shutterstock_230138068.jpg

Hugmyndin að Herferðagreiningu er fengin að láni frá Coke Cola í Noregi en fyrirtækið reiknar út arðsemi og heldur utan um yfir 2000 herferðir á hverju ári.  Með þessari yfirsýn er fyrirtækið sífellt að bæta gæði sín í útliti herferða sem skilar sér á endanum í meiri sölu og betri arðsemi.

bottom of page